Hvað er stuðningsþjónusta?

Stuðningsþjónusta við fatlað fólk á að koma til móts við margvíslegar stuðningsþarfir þess, til dæmis við: 

 • Að lifa sjálfstæðu lífi  
 • Athafnir daglegs lífs  
 • Að halda heimili 
 • Að taka þátt í samfélaginu 
 • Að eiga í félagslegum samskiptum  
 • Að sinna foreldrahlutverki 
   

Á ég rétt á stuðningsþjónustu?

Til að eiga rétt á stuðningsþjónustu þarft þú að uppfylla eftirfarandi skilyrði: 

Fólk 67 ára og eldra getur átt rétt á stuðningsþjónustu ef skerðing þeirra er ekki aldurstengd. 
 

Hvernig sæki ég um stuðning?

Fyrsta skref er að panta viðtal við ráðgjafa á þjónustumiðstöð. Þar er farið yfir stöðu þínar og þarfir. Í framhaldinu er tekin sameiginleg ákvörðun um hvaða stuðningur hentar og umsókn undirrituð ef við á. Umsókn skal fylgja staðfesting á fötlunargreiningu.

 

Hvað gerist næst?

Þegar undirrituð umsókn liggur fyrir er næsta skref formlegt mat á stuðningsþörf. Matið tekur mið af stöðu þinni með tilliti til eftirfarandi þátta: 

 • Færni, geta og styrkleikar 
 • Félagslegar aðstæður og tengslanet 
 • Virkni og þátttaka í samfélaginu 
 • Hugsanlegar afleiðingar sem töf á stuðningi hefur  
 • Annar stuðningur 

Við formlegt mat á stuðningsþörf er litið til heildaraðstæðna fólks. Ef matið leiðir í ljós að ekki er þörf á stuðningi eða að skilyrði eru ekki uppfyllt er umsókn synjað. Ef umsókn er samþykkt er gerður þjónustusamningur í samráði við notanda. 

Í þjónustusamningi er tekið fram hvaða stuðningur er veittur, hver markmið þjónustunnar eru og hvernig árangur stuðnings er metinn. 

 

Hvaða lög og reglur gilda um stuðningsþjónustu við fatlað fólk?

Stuðningsþjónusta við fatlað fólk er veitt samkvæmt eftirfarandi lögum og reglum:

Hvar fæ ég frekari upplýsingar?

Frekari upplýsingar veitir starfsfólk þjónustumiðstöðva. Einnig er hægt að hringja í þjónustuver Reykjavíkurborgar í s: 4 11 11 11