Fyrirkomulag

Dvöl hjá stuðningsfjölskyldu getur að hámarki verið 15 sólarhringar á mánuði.

Þegar mál barns er í vinnslu hjá Barnavernd Reykjavíkur getur dvöl hjá stuðningsfjölskyldu verið að hámarki 7 sólarhringar á mánuði

 

Skilyrði sem þarf að uppfylla

  • Umsækjandi og barn eigi lögheimili í Reykjavík eða að mál barns sé í vinnslu hjá Barnavernd Reykjavíkur
  • Umsækjandi hafi forsjá barns sem sótt er um fyrir.
  • Umsækjandi og barn séu metin í þörf fyrir stuðning samkvæmt ákveðnum matsviðmiðum.

Fatlað fólk með lögheimili utan Reykjavíkur getur sótt um stuðningsfjölskyldu, en þegar stuðningur hefst er gerð krafa um að lögheimili sé í Reykjavík.

Heimilt er að veita fólki sem er orðið 18 ára og býr í foreldrahúsum getur áframhaldandi stuðningsfjölskyldu á meðan beðið er eftir annars konar stuðningi.


Umsókn

Leiði viðtöl í ljós að þörf sé á stuðningi er útbúin umsókn í samstarfi við umsækjenda ásamt áætlun um framkvæmd stuðnings. Í áætluninni koma fram allar helstu upplýsingar, t.d. gildistími, hvers konar stuðning á að veita, vinnutilhögun, fyrirkomulag árangursmats o.fl. 


Mat á umsókn

Við mat á umsóknum er litið til eftirfarandi atriða:

  • Færni og styrkleika
  • Félagslegra aðstæðna og félagslegs tengslanet
  • Samfélagsþátttöku, valdeflingar og virkni
  • Hvaða afleiðingar töf á stuðningi geti haf fyrir umsækjanda
  • Annars veitts stuðnings

Ef fyrirséð er að stuðningur geti ekki hafist innan þriggja mánaða er umsókn sett á biðlista. Umsækjandi er upplýstur um áætlaða lengd á biðtíma og hvaða stuðningur er í boði meðan á honum stendur.


Fyrirspurnir og upplýsingar

Umsækjendur geta fengið upplýsingar um meðferð og stöðu umsókna hjá sínum ráðgjafa á þjónustumiðstöð.

Athugasemdum um þjónustuna má koma á framfæri við viðkomandi þjónustumiðstöð eða á ábendingavef Reykjavíkurborgar.