Sækja um rafrænt Ég vil vita meira

Hvernig virkar rafræn umsókn?

Sótt er um íþrótta- og tómstundastyrk vegna barna í gegnum rafræna gátt með því að fara á island.is Niðurstöður umsókna liggur fyrir þegar þú hefur undirritað og sótt um og ef samþykki liggur þarf að skila inn kvittunum til að fá greiddan út styrkinn. Það er hægt að gera hratt og örugglega hjá Reykjavíkurborg í gegnum rafrænt ferli.

  • Þú getur prófað að opna umsókn og „mátað þig“. Umsóknin er ekki gild fyrr en þú velur að senda hana inn.

  • Gagnaöflun fer fram á öruggan hátt í samræmi við lög og reglur.

  • Til þess að sækja um á vefnum þarf rafræn skilríki eða íslykil. Án þeirra verður þú að leita til þjónustumiðstöðvar í þínu hverfi eftir aðstoð.

  • Verið er að vinna í því að einfalda umsóknarferlið. Mögulega þarft þú að hjálpa okkur í gagnaöfluninni.

Upphæð Íþrótta- og tómstundastyrks

Barn

Styrkur til hvers barns sem uppfyllir skilyrði getur verið allt að 45.000 krónur.