Erindisbréf stýrihóps um stefnumörkun í bíla- og hjólastæðamálum var samþykkt á fundi skipulags- og samgönguráðs þann 29. ágúst 2018. Meginhlutverk hópsins er að leggja fram tillögu að frekari stefnumörkun í bíla- og hjólastæðamálum í borginni. Horft verði til áhrifaþátta sem koma til með að breyta þörf og nýtingu bílastæða í borginni í framtíðinni. 
 

Stýrihópnum var falið að vinna tillögu um:

a) Ný viðmið um fjölda bíla- og hjólastæða fyrir skipulagsgerð og við útgáfu byggingarleyfa.
b) Verklag við fjölgun gjaldskyldusvæða í borginni.
c) Endurskoðun gjaldskrár og gjaldskyldutíma bílastæða í borgarlandi.

Stýrihópinn skipa: Gunnlaugur Bragi Björnsson, Kristín Soffía Jónsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir.

Starfsmenn stýrihóps: Þorsteinn R. Hermannsson, Kolbrún Jónatansdóttir, Vigdís Þóra Sigfúsdóttir, Lilja Sigurbjörg Harðardóttir, Haraldur Sigurðsson, Jón Kjartan Ágústsson og Óskar Torfi Þorvaldsson. 
 

Reglur um fjölda bíla- og hjólastæða

Reglur um fjölda bíla- og hjólastæða í Reykjavík (liður a í erindisbréfi) voru samþykktar í skipulags- og samgönguráði þann 19. desember 2018 og í borgarráði 10. janúar 2019. Reglurnar lýsa kröfum um fjölda bíla- og hjólastæða, innan lóða, í Reykjavík vegna nýbygginga og/eða endurnýjunar byggðar og eru hluti af bíla- og hjólastæðastefnu aðalskipulags Reykjavíkurborgar. Reglurnar skal leggja til grundvallar við gerð hverfis- og deiliskipulags og við umsókn byggingarleyfa. Sjá samþykktar reglur hér hægra megin á síðunni undir „tengd skjöl“. 

reglur_um_fjolda_bila-_og_hjolastaeda_i_reykjavik_samthykkt_forsidan_1.png

 

Stýrihópurinn vinnur nú að verklagi við fjölgun gjaldskyldusvæða í borginni ásamt endurskoðun gjaldskrár og gjaldskyldutíma bílastæða í borgarlandi.