Breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur til kynningar

Reykjavík 2040. Endurbætt stefna um íbúðarbyggð og framlenging skipulagstímabils.

Drög að breytingum voru lögð fram í skipulags- og samgönguráði þann 7. október og í borgarráði Reykjavíkur þann 15. október sl. Tillögurnar fela m.a. í sér heildaruppfærslu á stefnu um íbúðarbyggð, skilgreiningu nýrra svæða fyrir íbúðir, stakar breytingar á völdum atvinnusvæðum og samgönguinnviðum, auk þess sem sett eru fram ný megin markmið í völdum málaflokkum. Tillögurnar gera enn fremur ráð fyrir því að tímabil aðalskipulagsins verði framlengt til ársins 2040.

Með tillögunum er hert á framfylgd gildandi stefnu um sjálfbæra borgarþróun  

Breytingar á aðalskipulaginu miða allar að því að tryggja betur framfylgd megin markmiða gildandi aðalskipulags (AR2010-2030) um sjálfbæra borgarþróun. Tillögur grundvallast einnig á  áherslum sem koma fram í ýmsum öðrum samþykktum stefnuskjölum Reykjavíkurborgar, s.s. Húsnæðisáætlun, Loftslagsstefna, Stefnu Reykjavíkur um líffræðilega fjölbreytni og taka mið af yfirstandandi stefnumörkun í öðrum málaflokkum s.s. gerð Græna plansins. Breytingarnar eru einnig í samræmi við megin markmið svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins og markmið um uppbyggingu Borgarlínu, Loftslagsstefnu ríkisins, áherslur Landsskipulagsstefnu og markmið í öðrum stefnuskjölum stjórnvalda á sviði umhverfismála. Tillögurnar ganga einnig í takti við heimsmarkmið SÞ.

Eftirfarandi skjöl eru lögð fram:
Reykjavík 2040. Nýr viðauki við Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, þar sem lýst er megin forsendum umræddra breytinga og framlengingu skipulagstímabils og sett fram nokkur ný bindandi megin markmið.

Tillögur að breytingum eru settar fram með formlegum hætti í ritinu  Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2040. Landnotkun og helstu byggingarsvæði  (bindandi stefna) og umhverfisáhrifum þeirra lýst í sérstakri umhverfisskýrslu. Vakin er athygli á því að allar tillögur að  breytingum og viðbótum í umræddu skjali eru feitletraðar. Annar texti í skjalinu, sem ekki er feitletraður, er hluti af gildandi aðalskipulagi og mun ekki taka breytingum samkvæmt tillögunum.

Þeir sem óska frekari upplýsinga um málið geta snúið sér til umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Ábendingum og athugasemdum má koma á framfæri á netfangið skipulag@reykjavik.is eða skriflega til umhverfis- og skipulagssviðs, Borgartúni 12-14.

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar

Breyting í undirbúningi:

Drög að breytingartillögum:

Tillaga í auglýsingu:

Staðfestar breytingar:

Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, A-hluti (PDF, 39,3 Mb)

Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, B-hluti (PDF, 29,1 Mb)

C-hluti, Fylgiskjöl, megin forsendur, umhverfisskýrsla, samráðs- og vinnuferli og afgreiðsla