Formaður stjórnkerfis- og lýðræðisráðs er Halldór Auðar Svansson.

Stjórnkerfis- og lýðræðisráð starfar í umboði borgarráðs í samræmi við samþykkt fyrir ráðið og eftir því sem lög mæla fyrir um.

Ráðið fer með það verkefni að yfirfara stjórnkerfi Reykjavíkurborgar með það að markmiði að gera það einfaldara og markvissara. Ráðið fer einnig með það verkefni að efla lýðræði í stjórnkerfinu, gera samráð vandaðra og auka þátttöku borgarbúa.

Þá fer stjórnkerfis- og lýðræðisráð með það verkefni að auka aðgang að upplýsingum og gera þjónustu við borgarbúa skilvirkari, markvissari og sýnilegri.
 
Stjórnkerfis- og lýðræðisráð er skipað 7 fulltrúum kjörnum af borgarstjórn og jafnmörgum til vara. Borgarstjórn kýs formann og skal hann vera borgarfulltrúi eða fyrsti varaborgarfulltrúi. Ráðið kýs sér varaformann og skiptir að öðru leyti með sér verkum. Kjörtímabil ráðsins er hið sama og borgarstjórnar.
 
Framboðslista sem á fulltrúa í borgarstjórn er heimilt skv. samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013 að tilnefna borgarfulltrúa eða varaborgarfulltrúa til að sitja fundi ráðsins með málfrelsi og tillögurétt, eigi hann ekki fulltrúa í ráðinu.
 
Aðsetur stjórnkerfis- og lýðræðisráðs er í Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnargötu 12, og heldur ráðið að jafnaði fundi þar, fyrsta og þriðja mánudag hvers mánaðar, kl. 13.30. Fella má niður fundi í allt að tvo mánuði að sumarlagi. Ráðið getur haldið fundi opna almenningi.
 
Starfsmaður ráðsins  er Sandra Dröfn Gylfadóttir sandra.drofn.gylfadottir@reykjavik.is.